Fréttatilkynning.

Innanfélagsmót Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga 2010

Innanfélagsmóti Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga var haldið laugardaginn 14. ágúst með þátttöku tíu keppenda, fjórum konum og sex körlum.

Róið var frá Bolungarvík á þremur bátum aðallega á veiðislóð á undan Ritnum, úti fyrir Aðalvíkinni og Stigahlíðinni og veitt frá kl. 8.00 til kl. 14.00. Mótið tókst í alla staði vel og gott veður allan veiðitímann. Í mótinu tóku þátt þrír nýliðar.

Alls veiddust 514 fiskar sem vógu rúm 852 kg. Átta tegundir veiddust; þorskur, ufsi, ýsa, sandkoli, karfi, lýsa, markríll og síld.

Í einstaklingskeppni karla sigraði Þórir Sveinsson með 317 kg. Í öðru sæti varð Hávarður Bernharðsson með 88 kg. og í þriðja sæti Halldór Sverrisson með 62 kg.
Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Guðrún D. Steingrímsdóttir með 134 kg. Í öðru sæti varð Guðrún Sigríður Matthíasdóttir með 123 kg. og í þriðja sæti María Þórarinsdóttir með 30 kg.

Stærsta fisk mótsins veiddi Þórir Sveinsson, þorsk sem vóg 11,641 kg. Flestar tegundir veiddi María Þórarinsdóttir eða sjö; þorsk, ýsu, ufsa , karfa, sandkoli, síld og markríl.

Aflahæsti skipstjórinn varð Þorleifur Ingólfsson og áhöfn hans á Smára með 574 kg. eða 191 kg. að meðaltali á veiðistöngina. Í öðru sæti varð Halldór Sverrisson og áhöfn hans á Sörla með 207 kg. eða 52 kg. að meðaltali á veiðistöngina og í þriðja sæti Sigurður Bjarnason og áhöfn hans á Kríunni með 72 kg. eða 24 kg. að meðaltali á veiðistöngina.


Stjórn Sjóís.
15. ágúst 2010.